Áhugafólk um Uppsveitadeildina

Síðastliðinn vetur komu fram hugmyndir og óskir um hugsanlegar breytingar á fyrirkomulagi Uppsveitadeildarinnar frá liðsstjórum og keppendum keppnisliða Uppsveitadeildarinnar. Stjórn Reiðhallarinnar á Flúðum er ábyrgðaraðili keppninnar og boðaði til fundar með keppendum, liðsstjórum og öðrum þeim sem hafa áhuga og skoðun á keppninni. Sá fundur var gagnlegur og komu fram hugmyndir sem vert er að gefa frekari gaum.

Nú óskar stjórn Reiðhallarinnar á Flúðum eftir því að áhugasamir um Uppsveitadeildina hittist til þess að ræða frekar þessar hugmyndir og taka þátt í því að móta og bæta Uppsveitadeildina þannig að hún verði áfram sá drifkraftur í starfi hestamannafélaganna Loga, Trausta og Smára sem hún hefur verið undanfarin átta ár.

Stjórn Reiðhallarinnar á Flúðum boðar því alla áhugasama um Uppsveitadeildina til fundar í Reiðhöllinni, miðvikudaginn 31. október 2018, kl. 20:00 – 22:00.

Hlökkum til að sjá sem flesta

f.h. stjórnar Reiðhallarinnar Flúðum ehf,
Bjarni H. Ásbjörnsson,
formaður.

Deildu:

About Reiðhöllin Flúðum

Reiðhöllin á Flúðum er opin alla daga frá kl. 7:00 - 23:59.