Daníel Larsen leiðir stigakeppni einstaklinga.

Röð efstu knapa í einstaklingskeppni Uppsveitadeildarinnar 2019 breyttist lítillega eftir töltkeppnina. Eftir sem áður er Daníel Larsen með flest stig, en fast á hæla hans kemur Sólon Morthens. Benjamín Sandur Ingólfsson situr áfram í þriðja sæti, rétt á undan Thelmu Dögg Tómasdóttur.

Staðan í liðakeppninni er að sama skapi spennandi. Baldvin og Þorvaldur leiða sem fyrr eftir töltkeppnina og lið Kílhrauns er í öðru sæti. Þar munar einungis einu stigi á liðunum eins og eftir keppnina í fimmgangi. Friðheimar – Skjól og Houdini eru síðan jöfn í þriðja og fjórða sæti. Fjölprent siglir lygnan sjó í fimmta sæti, en Equsana og Kukl hafa sætaskipti á sjötta og sjöunda sæti og skilur einungis eitt stig á milli þeirra.

Staða knapa eftir tölt

KnapiSamtals
Daníel Larsen55
Sólon Morthens51.5
Benjamín Sandur Ingólfsson42.5
Thelma Dögg Tómasdóttir41.5
Brynja Amble Gísladóttir40
Jón William Bjarkarsson38
Daníel Gunnarsson30
Matthias Leó Matthíasson30
Þorgils Kári Sigurðsson28.5
Ásdís Ósk Elvarsdóttir28
Helgi Þór Guðjónsson27.5
Þórdís Inga Pálsdóttir27
Birgitta Bjarnadóttir27
Rósa Birna Þorvaldsdóttir27
Ingunn Birna Ingólfsdóttir26
Anna Kristín Friðriksdóttir23.5
Ragnhildur Haraldsdóttir21
Hans Þór Hilmarsson16
Ragnheiður Hallgrímsdóttir15
Þórey Helgadóttir14
Þorgeir Ólafsson13.5
Kristín Magnúsdóttir13
Janneke Belenkamp11
Maiju Varis11
Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson10
Linda Karlsson9.5
Guðjón Sigurliði Sigurðsson6
Bjarni Birgisson4
Hildur Kristín Hallgrímsdóttir3
Janis Schwenke2

Staða liða eftir tölt

LiðStig
Baldvin og Þorvaldur136.5
Kílhraun135.5
Friðheimar / Skjól106
Houdini106
Fjölprent80
Equsana64.5
Kukl63.5

Eftir skeiðið breytist röð keppenda nokkuð. Daníel Larsen heldur efsta sætinu og hefur náð ellefu stiga forystu. Benjamín Sandur færði sig upp í annað sætið og Thelma Dögg fór upp í það þriðja. Sólon féll niður í fjórða sætið. Nokkur hreyfing er á sætum annarra knapa eins og sjá má í stigatöflunni hér fyrir neðan, en keppnin er geysihörð um hvert stig.

Staða knapa eftir fljúgandi skeið

KnapiSamtals
Daníel Larsen73
Benjamín Sandur Ingólfsson62
Thelma Dögg Tómasdóttir53.5
Sólon Morthens51.5
Daníel Gunnarsson51
Jón William Bjarkarsson45
Þorgils Kári Sigurðsson44.5
Helgi Þór Guðjónsson44.5
Matthias Leó Matthíasson44
Ásdís Ósk Elvarsdóttir43
Brynja Amble Gísladóttir40
Hans Þór Hilmarsson35.5
Þórdís Inga Pálsdóttir31
Birgitta Bjarnadóttir27
Rósa Birna Þorvaldsdóttir27
Ingunn Birna Ingólfsdóttir26
Anna Kristín Friðriksdóttir23.5
Ragnhildur Haraldsdóttir21
Þorsteinn Gunnar Þorsteinsson20
Þórey Helgadóttir19
Kristín Magnúsdóttir19
Ragnheiður Hallgrímsdóttir15
Þorgeir Ólafsson13.5
Bjarni Birgisson13
Gústaf Loftsson13
Janneke Belenkamp11
Maiju Varis11
Sævar Örn Sigurvinsson11
Linda Karlsson9.5
Guðrún Margrét Valsteinsdóttir8
Guðjón Sigurliði Sigurðsson6
Hildur Kristín Hallgrímsdóttir3
Janis Schwenke2

Skeiðið breytti röð lið og er aðeins farið að draga í sundur með þeim. Lið Kílhrauns settist í efsta sætið, en Baldvin og Þorvaldur fóru niður í annað sæti. Houdini náði þriðja sætinu á kostnað Friðheima – Skjóls. Fjölprent á fimmta sætið og Equsana styrkti stöðu sína í sjötta. Lið Kukl rekur svo lestina.

Staða liða eftir fljúgandi skeið

LiðStig
Kílhraun174.5
Baldvin og Þorvaldur167.5
Houdini126
Friðheimar / Skjól111
Fjölprent109
Equsana100.5
Kukl89.5
Deildu:

About Reiðhöllin Flúðum

Reiðhöllin á Flúðum er opin alla daga frá kl. 7:00 - 23:59.