Fimmgangur 2018. Úrslit

Það fór svo að Hans Þór Hilmarsson varði sigur sinn frá því í fyrra í fimmgangi í Uppsveitadeildinni 2018.

Hans Þór Hilmarsson og Kylja frá Stóra Vatnsskarði, sigurvegarar í fimmgangi 2018, ásamt eigandanum Benedikt G. Benediktssyni

Að þessu sinni telfdi Hans fram rauðblesóttu hryssunni Kylju frá Stóra Vatnsskarði og háði spennandi keppni um sigurinn, eins og búist hafði við. Eftir forkeppnina stóðu þau efst með einkunnina 6,70 en rétt á eftir komu þeir Bjarni Bjarnason og Hnokki frá Þóroddsstöðum með einkunnina 6,63. Rósa Birna Þorvaldsdóttir og Flögri frá Efra Hvoli voru þriðju inn í A úrslit með 6,33 og Matthías Leó Matthíasson á Galdri frá Leirubakka með einkunnina 6,17.

Efstur inn í B úrslit urðu þeir Þórarinn Ragnarsson og Hildingur frá Bergi, en rétt á hæla þeirra fylgdu Sara Rut Heimisdóttir og Áki frá Eystri Hól. Linda Karlsson og Þrumufleygur frá Hömrum II voru þriðju inn í B úrslit, fjórðu urðu þeir Hermann Þór Karlsson og Goði frá Efri brúnavöllum I. Síðastir inn í B úrslit urðu þeir Gunnlaugur Bjarnason á Fellibyl frá Hákoti.

Þeir Þórarinn og Hildingur sigruðu B úrslitin nokkuð örugglega með einkunnina 6,57, en mjótt var á munum á milli Söru á Áka og Gunnlaugs á Fellibyl í öðru og þriðja sæti þar sem Sara og Áki fengu 6,17 í einkunn og Gunnlaugru og Fellibylur 5,98. Fjórðu í B úrslitum urðu þau Linda og Þrumufleygur og síðastir komu þeir Hermann Þór og Goði.

Það var jöfn og hörð keppni í A úrslitum. Þórarinn og Hildingur leiddu eftir töltið, með Bjarna og Hnokka rétt á eftir. Hans spýtti í lófana og náði bestum árangri í brokki með þá Þórarinn, Matthías Leó og Bjarna jafna næst á eftir. Þórarinn og Hildingur áttu langbestu sýninguna á feti, en Bjarni og Hnokki ásamt Rósu Birnu og Flögra komu þar næst. Hans og Þórarinn sýndu nokkuð öruggt stökk ásamt Matthíasi og Galdri. Þegar kom að skeiðinu voru þau Hans og Kylja í sérflokki og dugði það til þess að þau stóðu uppi sem sigurvegarar í fimmganginum.

Úrslitin voru þessi:

 1. Hans Þór Hilmarsson, Kylja frá Stóra Vatnsskarði – 6,86
 2. Þórarinn Ragnarsson, Hildingur frá Bergi, – 6,62
 3. Matthías Leó Matthíasson, Galdur frá Leirubakka – 6,36
 4. Bjarni Bjarnason, Hnokki frá Þóroddsstöðum – 6,26
 5. Rósa Birna Þorvaldsdóttir, Flögri frá Efra Hvoli – 5,40
 6. Sara Rut Heimisdóttir, Áki frá Eystri Hól – 6,17
 7. Gunnlaugur Bjarnason, Fellibylur frá Hákoti – 5,98
 8. Linda Karlsson, Þrumufleygur frá Hömrum II – 5,79
 9. Hermann Þór Karlsson, Goði frá Efri Brúnavöllum I – 5,60
 10. Arnhildur Helgadóttir, Gleði frá Syðra Langholti 4 – 4,20
 11. Matthildur María Guðmundsdóttir, Gítar frá Húsatóftum – 3,77
 12. Janis Schwenke, Dögg frá Hellu – 3,30
 13. Sigurbjörg, Bára Björnsdóttir, Emma frá Vorsabæ II – 0
 14. Þorkell Bjarnason, Djörfung frá Skúfslæk – 0

Hans Þór Hilmarsson – Kylja frá Stóra Vatnsskarði

 

Deildu:

About Reiðhöllin Flúðum

Reiðhöllin á Flúðum er opin alla daga frá kl. 7:00 - 23:59.