Lagfæring á gólfi í reiðsal

Á morgun, miðvikudaginn 16. janúar, verður sett nýtt yfirborð yfir gólfið í reiðsalnum í Reiðhöllinni til þess að gera það enn betra til æfinga en nú er.

Áður en nýtt yfirborð verður sett á gólfið þarf að vinna það upp, með því að leysa um efni sem þjappast hefur saman, fyrst og fremst í sporaslóð. Til þess að það megi takast sem best er nauðsynlegt að loka húsinu fyrir notkun á reiðsal.

Reiðhöllin verður því lokuð fyrir allri notkun frá kl. 21:00, þriðjudaginn 15. janúar fram á kvöld þann 16. eða þar til vinnu við verkefnið er lokið.

Deildu:

About Reiðhöllin Flúðum

Reiðhöllin á Flúðum er opin alla daga frá kl. 7:00 - 23:59.