Nýtt yfirlag í reiðsalnum

Nú er búið að setja nýtt lag af Furuflís frá Furu í Hafnarfirði yfir gólfið í reiðsalnum. Gólfið hefur verið losað upp og spóninum dreift yfir. Gólfið er því nokkuð gott, þó það sé örlítið þungt, en það mun lagast eftir því sem það verður notað meira.

Við gerum okkur vonir um það að með því að setja þetta lag yfir gólfið verði það enn betra til æfinga og þjálfunar en fyrr. Smátt og smátt mun spónninn brotna niður og gólfið verða betra.

Deildu:

About Reiðhöllin Flúðum

Reiðhöllin á Flúðum er opin alla daga frá kl. 7:00 - 23:59.