Aðalfundur Reiðhallarinnar 2018

Aðalfundur Reiðhallarinnar Flúðum ehf verður haldinn í Reiðhöllinni á Flúðum þann 19. mars 2018. Fundurinn hefst kl 20:00. Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum Reiðhallarinnar Flúðum ehf.

Fjórgangur 2018. Úrslit

Fjórgangur 2018. Úrslit

Þórarinn Ragnarsson og Leikur frá Vesturkoti sigruðu fjórgangskeppni Uppsveitadeildarinnar í jafnri og skemmtilegri keppni eins og knöpum í Uppsveitum er von og vísa.
Fjórtan knapar voru skráðir til leiks í fimm liðum að þessu sinni. Það er tveimur liðum færra en áður. Þrettán sýningar voru bornar fyrir áhorfendur sem skemmtu sér prýðilega, eins og ávallt

Uppsveitadeildin 2018

Uppsveitadeildin 2018 er handan við hornið. Útmánuðir í Uppsveitunum eru nýttir til keppni í hestaíþróttum, en Uppsveitadeildin hefst innan skamms í áttunda sinn. Keppnin hefst þann 16. febrúar á fjórgangi í Reiðhöllinni á Flúðum. Spennandi verður að sjá hvort sigurvegarinn frá í fyrra, Matthías Leó Matthíasson, mæti og reyni að halda titlinum sem sigurvegari í […]

Ráslisti – tölt og skeið

Ráslisti – tölt og skeið

Uppsveitadeildinni fer nú senn að ljúka þetta árið. Síðasta keppnin fer fram föstudaginn 31. mars í Reiðhöllinni á Flúðum. Keppt verður í tölti og fljúgandi skeiði. Stigakeppni einstaklinga er æsispennandi og lið Vesturkots hefur náð góðu forskoti.