Keppnisliðin í Uppsveitadeildinni 2016

Keppnisliðin í Uppsveitadeildinni 2016

Hestamannafélögin hafa nú tilkynnt lið sín og knapa vegna Uppsveitadeildarinnar 2016. Aukin aðsókn er í keppnina þetta árið og ákvað stjórn Reiðhallarinnar að leyfa fjölgun knapa í hverju liði fyrir sig. Jafnframt hefur stjórn ákveðið að leyfa Loga að bæta við þriðja keppnisliði sínu. Liðin verða þannig skipuð: Frá hestamannafélaginu Loga Frá hestamannafélaginu Smára Frá […]

Uppsveitadeildin 2016

Uppsveitadeildin 2016

Það líður að Uppsveitadeildinni 2016. Keppnisliðin hafa verið valin og hefur eftirspurn eftir þátttöku aldrei verið meiri en nú. Átta lið eru skráð til keppni, líkt og í fyrra. Fjögur lið koma frá hestamannafélaginu Smára með samtals 23 knapa, þrjú lið frá hestamannafélaginu Loga með 13 knöpum og eitt lið frá hestamannafélaginu Trausta með 6 […]

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

Gleðileg jól og farsælt nýtt ár

Uppsveitadeildin óskar öllum Uppsveitungum, og öðrum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Hún þakkar fyrir allar ógleymanlegar stundir í Reiðhöllinni á árinu.

Senn líður að Uppsveitadeildinni 2016. Keppendur úr hestamannafélögunum Loga, Smára og Trausta munu þá draga fram keppnishesta sína og etja kappi um sigur í fjórgangi, fimmgangi, tölti og fljúgandi skeiði, sem fyrr. Auk verðlauna fyrir sigur í hverri keppnisgrein fyrir sig, verða veitt verðlaun fyrir stigahæsta keppnisliðið sem og stigahæsta einstaklinginn í lok keppnisraðarinnar.