Sólon Morthens sigraði fimmganginn

Fimmgangskeppni Uppsveitadeildarinnar 2019 lauk í gærkvöldi með sigri Sólons Morthens á Katalínu frá Hafnarfirði. Þau héldu forystunni alveg frá byrjun, urðu efst eftir forkeppnina og héldu sínu í A úrslitum.

Forkeppnin var jöfn og spennandi þar sem þau Sólon Morthens og Katalína frá Hafnarfirði og Daníel Gunnarsson og Sónata frá Efri Þverá urðu jöfn og efst inn í A úrslit. Þar á eftir komu þær Þórdís Inga Pálsdóttir og Hremmsa frá Álftagerði. Jöfn í fjórða og fimmta sæti urðu þau Benjamín Sandur Ingólfsson og Smyrill frá V-Stokkseyrarseli og Daníel Larsen og Játning frá Vesturkoti. Efst inn í B úrslit urðu þau Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Laxnes frá Lambanesi. Anna Kristín Friðriksdóttir og Vængur frá Grund komu þar rétt á eftir og í kjölfar þeirra þau Jón William Bjarkason og Vaka frá Ásbrú. Síðust inn í B úrslit urðu þær Ragnheiður Hallgrímsdóttir og Sif frá Sólheimatungu.

B úrslitin voru nokkuð jöfn en það fór svo að Jón William og Vaka stóðu efst í lokin og þar með komin inn í A úrslit. Ragnheiður og Sif hlutu sjöunda sætið, Anna Kristín og Vængur það áttunda og Ásdís Ósk og Laxnes höfnuðu í 9. sæti.

Það voru sex keppendur í A úrslitum. Sem fyrr segir gáfu þau Sólon Morthens og Katalína ekkert eftir og héldu forystunni allt til enda. Í öðru sæti urðu Daníel Gunnarsson og Sónata, en nafni hans Daníel Larsen og Játning hlutu þriðja sætið. Sigurvegar B úrslita Jón og Vaka höfnuðu í fjórða sæti. Benjamín og Smyrill enduðu fimmtu og Þórdís og Hremmsa sátu í sjötta sætinu eftir A úrslitin.

Með þessum úrslitum er ljóst að stigakeppnin á milli knapa og liða harðnaði nokkuð og röðin frá fjórgangi breyttis all nokkuð.

Næst verður keppt Uppsveitadeildinni 2019 föstudaginn 15. mars. Þá verður töltið og fljúgandi skeið á dagskrá.

Deildu:

About Reiðhöllin Flúðum

Reiðhöllin á Flúðum er opin alla daga frá kl. 7:00 - 23:59.