Þjónusta

Þjónusta sem er í boði í Reiðhöllinni

Hægt er að kaupa aðgangskort að Reiðhöllinni á Flúðum sem gefur korthafa aðgang að reiðsalnum frá klukkan sjö að morgni til miðnættis, alla daga vikunnar nema þegar auglýstir atburðir eiga sér stað í húsinu.

Veitingasalurinn er kjörinn staður fyrir fundi og mannfagnaði.

  • Námskeið

Hægt er að leigja húsið undir hvers kyns námskeið til lengri eða skemmri tíma. Panta þarf slíkt með nokkrum fyrirvara vegna aðsóknar í húsið.

  • Veitingasalur

Veitingasalurinn er hentugur fyrir fundi og smærri námskeið. Hægt er að hella á könnuna og hita súpu eða samlokur.

  • Árskort

Með aðgangskorti er hægt að kaupa árs aðgang að húsinu frá morgni til kvölds, á meðan ekki er auglýst dagskrá til staðar.

Félagar í Smára og Loga njóta betri kjara en aðrir.

  • Reiðsalurinn

Reiðsalurinn er aa x bb að stærð með lausu efni á yfirborði sem hentar vel til æfinga, sýninga og fleira.

Deildu: