Tölt og fljúgandi skeið – úrslit

Það var margt um manninn í Reiðhöllinni á Flúðum síðastliðið föstudagskvöld þegar þriðja keppniskvöldið af fjórum í Uppsveitadeildinni 2019 fór fram. Matthías Leó Mattíasson á Takti frá Vakurstöðum sigraði töltkeppnnina, en fljótust í gegnum húsið á fljúgandi skeiði voru Daníel Gunnarsson og Eining frá Einhamri 2.

Kvöldið fór vel af stað og laglegar sýningar voru bornar á borð fyrir áhorfendur. Þegar leið á fór að hitna í kolunum, en Matthías Leó Matthíasson og Taktur frá Vakurstöðum skiluðu bestum árangri í forkeppninni. Þeir hlutu 7,37 í einkunn og stóðu efstir inn í A úrslitin. Næst á eftir þeim komu þeir Daníel Larsen og Arthúr frá Baldurshaga með 7,10 í einkunn. Mjótt var á munum í þriðja og fjórða sæti í A úrslitum, en Helgi Þór Guðjónsson og Hnoss frá Kolsholti 2 fengur 7,07 í einkunn og þar rétt á eftir komu Brynja Amble Gísladóttir og Goði frá Ketilsstöðum með einkunnina 7,03.

Efst í B úrslitum eftir forkeppnina urðu þau Hans Þór Hilmarsson og Gná frá Kílhrauni með einkunnina 6,90 og á hæla þeirra voru þau Sólon Morthens og Katalína frá Hafnarfirði með 6,83 í einkunn.

Það fór svo að Sólon og Katalína stóðu efst eftir B úrslitin með einkunnina 7,11 og þar með síðasta sætið í A úrslitum. Hans og Gná hlutu 6. sætið. Ingunn Birna Ingólfsdóttir og Huld frá Arabæ hrepptu 7. sætið og Thelma Dögg Tómasdóttir það 8. Jón William Bjarkason og Váli frá Efra Langholti enduðu svo í 9. sæti.

Matthías Leó og Taktur gáfu ekkert eftir í A úrslitum. Þeir urðu langefstir með 7,89 í einkunn og jöfnuðu þar með besta árangur í tölti í Uppsveitadeildinni. Brynja Amble og Goði urðu önnur með 7,33 í einkunn. Í þriðja sæti enduðu þeir Daníel Larsen og Arthúr með einkunnina 7,22. Fjórðu urðu þau Helgi og Hnoss með einkunnina 7,00 og fimmta sætið vermdu sigurvegarar B úrslita, þau Sólon og Katalína með einkunnina 8,89.

Efstu knapar í tölti. f.v. Sólon Morthens, Helgi Þór Guðjónsson, Daníel Larsen, Brynja Amble Gísladóttir og Matthías Leó Matthíasson, sigurvegari.

Skeiðkeppnin var bráðfjörug með mörgum góðum skeiðsprettum. Fljótust í gegnum húsið voru þau Daníel Gunnarsson og Eining frá Einhamri 2 á tímanum 2,95 sekúndum. Önnur urðu Benjamín Sandur Ingólfsson og Ásdís frá Dalsholti á 3 sekúndum sléttum. Þriðja besta tímanum náðu þeir Daníel Larsen og Funi frá hofi með tímann 3,07 sekúndur. Hans Þór Hilmarsson og Vorsól frá Stóra Vatnsskarði urðu í fjórða sæti á tímanum 3,12 sekúndur. Fimmta sætið hlutu þau Helgi Þór Guðjónsson og Vænting frá Sturlu Reykjum á tímanum 3.14.

Fjórir efstu knapar í fljúgandi skeiði. f.v. Daníel Larsen, Hans Þór Hilmarsson, Benjamín Sandur Ingólfsson og Daníel Gunnarsson, sigurvegari.

Úrslit í fljúgandi skeiði

RöðKnapitími sek
1Daníel Gunnarsson – Eining frá Einhamri 22,95
2Benjamín Sandur Ingólfsson – Ásdís frá Dalsholti3,00
3Hans Þór Hilmarsson – Vorsól frá Stóra Vatnsskarði3,00
4Daníel Larsen – Funi frá Hofi3,07
5Helgi Þór Guðjónsson – Vænting frá Sturlu Reykjum 23,14
6Þorgils Kári Sigurðsson – Gjóska frá Kolsholti 33,18
7Ásdís Ósk Elvarsdóttir – Hrappur frá Sauðárkróki3,19
8Matthías Leó Matthíasson – Blikka frá Þóroddsstöðum3,20
9Gústaf Loftsson – Kári frá Efri Kvíhólma3,21
10Thelma Dögg Tómasdóttir – Sirkus frá Torfunesi3,23
11Sævar Örn Sigurvinsson – Skyggnir frá Stokkseyri3,26
12Þorsteinn G. Þorsteinsson – Bára frá Stafholti3,29
13Bjarni Birgisson – Stormur frá Reykholti3,30
14Guðrún Valsteinsdóttir – Surtsey frá Fornusöndum3,42
15Jón William Bjarkason – Hildur frá Keldulandi3,49
16Kristín Magnúsdóttir – Viðauki frá Hemlu II3,51
17Þórey Helgadóttir – Súper Stjarni frá Stóru Ásgeirsá3,52
18Þórdís Inga Pálsdóttir – Blakkur frá Tungu3,73
19Rósa Birna Þorvaldsdóttir – Skíma frá Syðra Langholti
20Sólon Morthens- Fálki (Taktur) frá Stóra Hofi
21Þorgeir Ólafsson – Straumur frá SkrúðDeildu:

About Reiðhöllin Flúðum

Reiðhöllin á Flúðum er opin alla daga frá kl. 7:00 - 23:59.