Umgengnisreglur Reiðhallarinnar

Umgengnisreglur í Reiðhöllinni á Flúðum.

 • Skilum Reiðhöllinni af okkur, eins og við viljum koma að henni.
 • Árskorthöfum er frjáls afnot af hesthúsi og reiðhöll frá kl. 7:00 – 24:00 á meðan hún er ekki í annarri skipulagðri notkun eins og vegna námskeiða, sýninga, Uppsveitadeildar og þess háttar.
 • Korthafar sem hafa tamningu/þjálfun hrossa að atvinnu skulu nýta Reiðhöllina til þeirra starfa frá kl. 7:00 til kl. 15:00.
 • Korthafar sem eru áhugamenn skulu hafa forgang að Reiðhöllinni frá kl. 15:00 til kl. 24:00 nema ef um skipulagða notkun er að ræða.
 • Notendur hússins skulu sjá til þess að gólf reiðhallarinnar sé hreinsað eftir notkun, setja tað í hjólbörur og rusl í ruslafötur.
 • Hreinsa skal stíur í hesthúsi sem notaðar eru og tæma hjólbörur í safnhaug utandyra. Sópa skal ganga.
 • Gæta skal að því að slökkva öll ljós í hesthúsi og sal, ef enginn annar er í húsinu við brottför.
 • Allir knapar eru skyldugir að nota hjálma í reiðhöllinni.
 • Gæta skal almennra umferðarreglna í reiðhöllinni og knapar skulu fylgja hefðbundnum reiðleiðum á vellinum.
 • Knapar skulu forðast að ríða þvert í veg fyrir aðra knapa.
 • Lausaganga hunda er bönnuð í húsinu.
 • Lausaganga hrossa er bönnuð í húsinu.
 • Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.
 • Sá korthafi sem verður uppvís að slæmri umgengni getur misst aðgang sinn að Reiðhöllinni. Greiddur aðgangur fæst ekki endurgreiddur.
Deildu: