Uppsveitadeild æskunnar

Uppsveitadeild Æskunnar er keppni í hestaíþróttum ætluð börnum og unglingum.

Keppnin er skipulögð og framkvæmd af æskulýðsnefndum hestamannafélaganna Loga og Smára. Mikið er lagt í undirbúning keppninnar. Boðið er upp á námskeið þar sem börnin og unglingarnir fá tilsögn í því hvernig hægt er að undirbúa sig og hestinn sem best fyrir keppni.

Keppnisfyrirkomulag er með þeim hætti að keppt er í mismunandi greinum, eftir því hvort um er að ræða börn eða unglinga. Báðir aldursflokkar keppa í fjórgangi, tölti og smala. Börnin keppa auk þess í þrígangi en unglingarnir í fimmgangi og skeiði.

Úrslit 2015

Uppsveitadeild æskunnar er haldin í mars, apríl og maí ár hvert.

Deildu: