Reglur Uppsveitadeildar æskunnar

Hér má sjá reglur Uppsveitadeildar æskunnar eftir uppfærslu í febrúar 2016.

Reglur Uppsveitadeildar Æskunnar

Uppfært í febrúar 2016

 Uppsveitadeild Æskunnar er ætluð félögum í Loga, Smára og Trausta.

 • Keppt er í tveimur flokkum: Barnaflokki 10-13 ára og unglingaflokki 14-17 ára. Miðað er við almanaksárið.
 • Mótaröðin fer fram í Reiðhöllinni á Flúðum.
 • Framkvæmd mótanna er í höndum æskulýðsnefnda félaganna og stjórnar Uppsveitadeildarinnar.
 • Mótaröðin er hvort tveggja liða– og einstaklingskeppni.
 • Liðin eru 2-3 Logi, Smári og Trausti.
 • Knöpum er ekki skylt að keppa á öllum mótunum. Engin fjöldatakmörkun knapa er í liðunum.
 • Árangur keppnisliða og einstaklinga er mældur í stigum. Í einstaklingskeppninni fá 10 efstu knapar stig.
  1. sæti gefur 10 stig, 2. sæti 9 stig o.s.frv. og leggjast þau saman í heildarstig liðsins.
 • Knapar sem safna flestum stigum í hvorum flokki eru sigurvegarar deildarinnar.
 • Í liðakeppninni reiknast stigin saman úr báðum flokkum og vinnur það lið sem flest fær stigin.
 • Ef tveir knapar eru jafnir og efstir í smala vinnur sá sem færri keilur felldi. Ef tveir knapar eru jafnir í samanlagðri stigasöfnun eftir lokamót deildarinnar vinnur sá sem hefur unnið fleiri greinar. Ef knaparnir hafa jafn mörg gull ráða þá silfrin og ef þau eru jafn mörg þá bronsin o.s.frv. Ef tvö lið eru efst og jöfn í samanlögðum stigum eftir lokamót deildarinnar vinnur það lið sem fleiri greinar vann í mótaröðinni, er þau standa þá enn jöfn vinnur það lið sem oftar var í öðru sæti kepppnisgreinar.
 • Keppt er í eftirfarandi keppnisgreinum og mótin eru þrjú talsins og keppt er í tveimur til þremur greinum á hverju móti.
 • Barnaflokkur: Smali, Þrígangur, Fjórgangur, Tölt.
 • Unglingaflokkur: Smali, Fjórgangur, Tölt, Fimmgangur, Fljúgandi skeið.
 • Keppanda í barnaflokki er heimilt að keppa uppfyrir sig í þeim greinum sem ekki eru í boði í barnaflokki, þ.e. fimmgangi og flugaskeiði. Eingöngu þó í forkeppni og safnar engum stigum.
 • Sami hestur má keppa í öllum greinum keppninnar. Sami hestur má einnig keppa í sömu grein í Uppsveitadeild fullorðinna og í Uppsveitadeild æskunnar.
 • Í forkeppni er einn knapi í braut. Knapa er heimilt að ríða einn til einn og hálfan hring áður en hann hefur keppni.
 • Riðin eru A úrslit og B úrslit.
 • Í A úrslit fara knapar í sæti 1-4 eftir forkeppni.
 • Í B úrslit fara knapar í sæti 5-9 eftir forkeppni. Sigurvegari B- úrslita vinnur sér sæti í A- úrslitum.
 • Í unglingafloki gildir sú regla að alltaf er keppt um 9 sæti í úrslitum.
 • Í barnaflokki gildir sú regla að séu 10 knapar skráðir til leiks, fá allir að ríða úrslit.
 • Sá knapi sem er með lægstu einkunnina eftir forkeppni þ.e. í 10 sæti mun þó aldrei lenda ofar en í 10. Sæti sama hver einkunn hans er.
 • Sama gildir ef knapi gerir ógilt í forkeppni , hann fær að ríða úrslitin en endar alltaf í 10 sæti. Séu keppendur í barnaflokki 10 komast knapar í sætum 1-4 beint í A-úrslit. Knapar í sætum 5-10 keppa í B- úrslitum. Séu keppendur í barnaflokki fleiri en 10 keppa 9 í úrslitum.
 • Skýring: Það er mat þeirra sem að deildinni koma að hún sé góður vettvangur fyrir unga knapa að öðlast reynslu í keppni. Því oftar og meira sem knaparnir fá að ríða fyrir dómara því betra. Séu keppendur í barnaflokki 10 er ekki stætt á því að láta einn keppanda sitja hjá meðan hinir ríða úrslit. Heldur fái hann æfingu og skemmtun af því að ríða í úrslitum eins og hinir. Það er hins vegar engin sanngirni í því að sá sem hefur gert ógilt eða átt lægstu einkunn eftir forkeppni og á í raun ekki að fá að ríða til úrslita, fái miða inn í úrslit og geti svo jafnvel unnið sig upp í efsta sætið. 
 • Séu tveir eða fleiri knapar jafnir í efsta sæti skulu þeir ríða bráðabana eftir reglum í forkeppni.
 • Dómarar sýna þá sætaröðun í stað einkunna, ef knapar standa enn jafnir verður kastað hlutkesti. Ef knapar eru jafnir í öðru sæti en því fyrsta, ræður hlutkesti.
 • Dómarar skulu hafa íþróttadómara réttindi og séu þeir tveir til þrír.
 • Æskulýðsnefndir félagana skulu halda utan um liðin og sjá um skráningar.
 • Knapar skulu ávallt vera snyrtilega til fara og æskilegt að lið séu í samstæðum jökkum eða peysum.
 • Keppnisgreinar:
 • Smali (hraððafimi). Riðin er braut sem mörkuð er keilum sem ná upp á síður hests. Keilurnar skulu vera þannig útbúnar að þær falli við litla snertingu. Árangurinn ræðst af brautartíma og fellldum keilum. Smalinn er hrein grein í þeirri merkingu að árangurinn er mælanleglur án frávika, þ.e. hann ræðst eingöngu af tíma og felldum keilum en ekki mati dómara. Dómarar eru engu að síður til staðar og meta hvort knapinn fari gegnum öll hlið, telja felldar keilur og hafa eftirlit með reiðmennsku knapa líkt og í öðrum keppnisgreinum. Stigin telja þannig að knapar raðast í sæti eftir besta tímanum, sá sem er fyrstur fær 300 stig, sá næsti 290, 280 o.s.frv. Við hverja fellda keilu dragast frá 15 stig. Ef knapi fer framhjá hliði má hann snúa við og fara í gegnum hliðið. Fari knapi ekki í gegnum hlið er hann fallinn úr keppni. Riðnar eru tvær umferðir. Betri ferð hvers keppenda segir til um endanleg úrslit.
 • Tölt: Keppt eftir FIPO reglum. Í barnaflokki eru tveir inn á í einu í forkeppni.
 • Þrígangur:  Riðinn skal hálfur hringur á feti, einn hringur á tölti eða brokki og einn hringur á stökki. Í úrslitum ríða knapar stökkið 4-5 sæti saman og 1-3 sæti saman. Riðið skal upp á vinstri hönd, þulur stjórnar, nema keppendur komi sér saman um annað. Efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
 • Fjórgangur: Keppt er eftir FIPO reglum. Viðbót (sérregla) Í úrslitum í barnaflokki ríða knapar stökkið eins og í þrígangi. (4-5 sæti saman og 1-3 sæti saman ) Riðið skal upp á vinstri hönd, þulur stjórnar, nema keppendur komi sér saman um annað. Efsti knapi inn í úrslit hefur tvöfalt vægi.
 • Fimmgangur: Keppt er eftir FIPO reglum.Viðbót (sérregla ) vegna vallarstærðar er skeiðið riðið í gegnum höllina. Riðnir skulu 2 sprettir í forkeppni, 3 sprettir í úrslitum. Dæma skal niðurtöku og skeiðsprett en ekki niðurhægingu.
 • Flugskeið: Skeiðlagt í gegnum reiðhöllina, riðnir eru þrír sprettir og besti tími gildir.
 • Komi upp einhver álitamál er það í höndum dómara og mótsstjóra að skera úr um það.
 • Skýring: Sökum vallarstærðar og aðstæðna í reiðhöllinni geta komið upp atvik sem ekki er hægt að ættlast til að mótshaldarar/æskulýðsnefndir skeri út um sökum tengsla við keppendur og þess vegna verður þeim atvikum sem upp geta komið vísað til dómara.
 • Dómara er heimilt að leyfa knapa að halda áfram keppni ef hestur hans stígur inn fyrir braut sé annar hestur valdur af.

Reglur Uppsveitadeildar æskunnar

Deildu: