Uppsveitadeildin 2019

Uppsveitadeildin 2019

 

Uppsveitadeildin 2019 hefst í febrúar á næsta ári.

Undirbúningur er hafinn og eru væntanlegar nokkrar breytingar á keppninni frá því sem verið hefur undanfarin ár.

Sem fyrr er keppnin haldin fyrir félaga í hestamannafélögunum, Smára, Loga og Trausta, en nú verður heimilt að tefla fram blönd-uðum liðum.

Bætt verður við keppnisgrein og mun Smali verða tekinn upp að nýju.

Mikilvægt er að félagar skrái sig til leiks fyrir 1. desember næstkomandi með tölvupósti til Reiðhallarinnar.

Keppnisdagar.

1. febrúar – fjórgangur.

22. febrúar – fimmgangur.

15. mars – tölt, skeið.

12. apríl – smali.

 

Deildu:

About Reiðhöllin Flúðum

Reiðhöllin á Flúðum er opin alla daga frá kl. 7:00 - 23:59.