Uppsveitadeildin

Uppsveitadeildin hefur verið haldin í Reiðhöllinni frá árinu 2010.

Í upphafi tóku nokkrir framtakssamir einstaklingar sig saman og blésu til keppni í uppsveitum Árnessýslu sem tók mið af Meistaradeildinni í hestaíþróttum. Keppendur þurfa að vera félagar í hestamannafélögunum Loga, Smára eða Trausta.

Í upphafi voru keppnisgreinar Smali, fjórgangur, fimmgangur, fljúgandi skeið og tölt. Keppnin hefur tekið nokkrum breytingum í áranna rás. Smali hefur verið aflagður og reglur keppninnar hafa verið uppfærðar og lagaðar eftir því sem þurfa hefur þótt. Stjórn Reiðhallarinnar Flúðum ákvarðar reglurnar í samstarfi við hestamannafélögin

Úrslit 2015

Uppsveitadeildin er haldin í febrúar, mars og apríl ár hvert. Í hverri keppni má alltaf eiga von á því að árangur fyrri ára verði bættur. Hér má sjá besta árangur í hverri keppnisgrein fyrir sig frá upphafi.

Besti árangur í Uppsveitadeildinni

KeppnisgreinÁrÁrangurKnapi og hestur
Smali2011286 stigEinar Logi Sigurgeirsson og Æsa frá Grund
Fjórgangur20178,00Matthías Leó Matthíasson og Nanna frá Leirubakka
Fimmgangur20127,36Guðmann Unnsteinsson og Prins frá Langholtskoti
Tölt20177,89Þórarinn Ragnarsson og Hringur frá Gunnarsstöðum
Fljúgandi skeið20182,88 sekBjarni Bjarnason og Randver frá Þóroddsstöðum

 

 

Deildu: